Outback Alice Kjúklingur

Þessi réttur er víst til á Outback veitingastaðnum í USA, breytti honum þó örlítið með að setja fetaost.. enda set ég fetaost í nánast allan mat bara...


fyrir fjóra:

4 stórar kjúklingabringur
1 bakki sveppir
fetaostur
lítið bréf beikon
dijon sinnep eða honey mustard - eða bæði 
rifinn ostur 
salt og pipar

Meðlæti: sætar, salat og hvítlauks sýrður rjómi - möst að hafa sósu að einhverju tagi með því annas er þetta smá þurrt. líka hægt að bæta við honey mustard

Aðferð:

-Ég byrjaði að steikja sveppi og beikon á pönnu ( Steiki sveppina uppúr smjöri og pipar)
-Síðan steikti ég kjúklingabringurnar á pönnu, passa að hafa þær ekki of lengi annas verða þær þurrar þar sem þær fara inní ofn síðan.
-Þegar kjúklingurinn er reddy er hann lagður í eldfast form, dijon/honey mustard smurt yfir og sveppum, beikoni, fetaost og ost síðast stráð yfir
- Þetta fer svo inní ofn á blástur í 15 mínútur eða þar til osturinn er orðin smá brúnn

Hrikalega gott !


Endilega like-ið Facebook síðuna www.facebook.com/gigjas til að fylgjast með því nýjasta hverju sinni:)
Ummæli