Avocado og Fetaostaídýfa


Gerði þessa um daginn og hún var hrikalega góð... Aðeins hollari osta salsað sem maður gerir vanalega..

Eina sem þarf er:

Ca. 4  lítil vel þroskuð avocado eða 2 stór
1 dós volgur fetaostur (mest allur safinn tekinn frá)
smá sítrónusafi
salt og pipar að vild

Allt sett í matvinnsluvélina og útkoman verður þessi ljómandi góða ídýfa, góð með snakki eða hrökk kexi. 

Ummæli

  1. Í minni uppskriftabók heitir þetta avocadosmjör og er oftast notað ofan á brauð eða hrökkbrauð ;) Yndislegt td. með góðu brauði og súpu! Prufa þetta með snakki =)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli