Þessi uppskrift kom í Jólablaði Fréttablaðsins
Fyrir ykkur sem sáuð ekki blaðið þá er uppskrift af þessum æðislegu hnetusmjörs jólakossum hérna :
Hnetusmjörs Kossar
1 poki Hershey’s Kisses
1/2 Bolli Feiti/Palmin
2 Matskeiðar mjólk
1/2 Bolli hnetusmjör
1 stórt egg
2-3 Teskeiðar vanilludropar
1/2 bolli Sykur
2 bollar Hveiti
1 Teskeið matarsóti
1/2 Bolli Púðursykur
½ Teskeið salt
Sykurskraut að vild
Hitið ofninn við 190 gráður / Takið bréfin af kossunum
Hrærið vel saman feiti og hnetusmjör í hrærivél. Bætið við sykri og púðursykri og hrærið þar til þetta verður fluffy. Bætið þar næst eggi, mjólk, vanilludropum og hrærið vel. Í aðra skál er hveiti, salti og matarsóta blandað saman og sett útí hnetusmjörsblönduna. Ef blandan er ekki nógu þykk og erfitt er að móta kúlur er í lagi að bæta við aðeins af hveiti.
Kökurnar eru mótaðar í litlar kúlur á bökunarpappír og bakað er í 8-10 mínútur í miðjum ofni. Kossarnir eru settir á kökurnar um leið og þær koma út úr ofninum og þær varlega færðar af bökunarplötunni.
Facebook síða mín www.facebook.com/gigjas
Ummæli
Skrifa ummæli