Uppskrift:
Ég notaði sömu uppskrift og af kanilsnúðunum mínum, það er auðvitað hægt að nota hvaða deig sem er, ég rakst á þessa hugmynd á netinu en þá var notuð brauð uppskrift. Svo er auðvitað sniðugt að gera kanillengju með þessari aðferð og nota þá kanilsnúðafyllinguna í stað nutella.
ofninn hitaður í 180
Deig:
- 1pk þurrger
- ¾ bolli mjólk
- ¼ bolli sykur
- ¼ bolli volgt vatn
- ½ tsk vanilludropar
- 1 egg
- 1 tsk salt
- ¼ bolli brætt smjör
- 3 og hálfur bolli hveiti
- ¼ bolli smjör brætt (í lokinn)
Miðja:
Hálf krukka nutella
Kanilsykur
Ég á séstaka mælieiningu frá bandaríkjunum sem heitir 1 cup. Ef þið eruð með venjulega bolla þá eru þetta ekki eins og expresso bollar heldur kakóbollar, svona í stærra lagi.
Í skrefum:
- Volgt vatn, sykur og þurrger sett í skál í nokkrar mín
- Egg, mjólk, bráðið smjör, salt og sykur sett í hrærivél þar til það blandast vel saman
(setjið krókinn á hærivélina(hnoðarann))
- Þurrgersblandan er sett útí
- 2 bollar af hveiti og hnoðað vel í hrærivélinni og svo restinni af hveitinu bætt við og látið hnoðast í ca 5 mínútúr
- Takið degið og gerið úr því kúlu, penslið með olíu, setjið í skál og plastfilmu yfir
-Degið er nú látið tvöfaldast í ca 1 og hálfan tíma
-Þegar deigið er tilbúð er hveiti sett á borðið og deigið ofaná
- notið puttana til að gera deigið ferhyrnt að fletjið það síðan út
-Nutellaog kanilsykri dreift vel í á degið
-Deginu er rúllað upp, skorið þversum og fléttað saman.
-Kanilsykri stráð yfir í endann og bakað í um 25 mínútur eða þar til degið hefur bakast.
Njótið vel.. ;) með ískaldri mjólk
Facebook síða mín: http://www.facebook.com/gigjas
Ummæli
Skrifa ummæli