Beef Wellington

Jólin eru öðruvísi í ár en við erum stödd á Flórída. Þessvegna var aðeins öðruvísi jólamatur í ár og við gerðum Wellington steik sem heppnaðist rosalega vel, algjört sælgæti !


M m mm.. !! 

Uppskrift fyrir 4-5

800 gr nautalund
2 bakkar sveppir
5 hvítlauksrif
fersk timjan eftir smekk
salt og pipar
dijon sinnep
2 bréf parmaskinka
puff pastry deig
1 egg 

Ofninn hitaður í 180 gráður án blásturs


2 bakkar af fín skornum sveppum steiktir (án olíu) með 5 hvítlauksrifum, salti, pipar og fersku timjan eftir smekk.. gott að hafa nóg af því. Vökvanum er svo hellt af pönnunni áður en sveppirnir eru notaðir.


Parmaskinkunni er raðað á plastfilmu, eins breitt og nautalundin er, ég var með eitt bréf af parmaskinku en hefði þurft aðeins meira svo ég fyllti uppí með hunangs skinku og það var mjög gott. 


800 gr. Nautið er snöggsteikt á pönnu á öllum hliðum uppúr olíu með salt og pipar


Um leið og nautið kemur af pönnunni er það penslað með dijon sinnepi


Sveppablandan er sett ofaná parmaskinkuna


þar næst nautalundin

og nautið er klætt í parmaskinkuna með plastfilmunni og sett í ískáp í um 10 mínútur. Á myndinni hér að ofan er nautið komið út og búið að taka plastfilmuna af


Deigið sem notað er heitir Puff Pastry á ensku og fæst tilbúið útí búð, mér skilst að það sé hægt að fá það tilbúið á íslandi líka. (Krónunni) Deigið er flett út, kjötið sett í miðju og deginu vafið utanum og burtu auka deig sem myndast. Deigið er penslað með eggi og hægt er að gera skraut í degið.Það er misjafnt hvernig fólk vill hafa kjötið en mér finnst það best medium rare. Kjötið var inní ofni í 25 mínútur, mælirinn syndi 53 gráður þegar ég tók það út og leyfði því svo að standa í 10-15 mínútur.


Volla... Mæli með þessu :)


Litlu flórída jólin


UppvaskarinnX

Facebook síða mín: www.facebook.com/gigjasUmmæli