Súkkulaði Chia Morgunbúðingur

Þessi er æði og mjög þæginlegur þar sem hann er útbúinn að kvöldi til og það þarf ekkert að brasa neitt um morguninn ef maður er á hraðferð. Ég set grautinn í krukku til að geta tekið hann með mér í vinnuna.









Innihald:

1 bolli kókosmjólk
2 msk chia fræ
2 msk fínir hafrar
hálf msk kakó

öllu hrært vel saman og sett inní ískáp yfir nótt og hann verður eins og hollur súkkulaðibúðingur, mjög gott að setja kókos eða banana ofaná um morguninn.


Facebook síða mín www.facebook.com/gigjas

Ummæli