Grillaður Lax Í Fersku Avocado Salsa


Þetta er algjört killer combó .. Ég er alltaf með lax einu sinni í viku, stundum tvisvar.. þessvegna elska ég að finna upp nýtt meðlæti sem er gott með laxinum.. Mæli með klárlega með þessu salsa, líka mjög fljótlegt að gera.

Fyrir 2

500 gr lax

Laxinn kriddaði ég með svörtum pipar, paprikukryddi og cayenne pipar
Mínútugrillið hitað og smá ólifuolía sett á. Laxinn grillaður í 6-7 mínútur.

Avocado salsa:
3 lítil avocado
hálfur lítill rauðlaukur
3 skeiðar af fetaost
safi úr hálfri sítrónu
salt og pipar
dass ólífuolía
Facebook síða mín : www.facebook.com/gigjas


Ummæli