Þessi er rosalega góð og bragðmikil, ágæt tilbreyting frá
þessu hefðbundna salsa.
Hitið ofnin í 180 gráður.
Innihald:
-1 Stór rjómaostur
-100 gr gráðaostur ( ég elska gráðost.. en ídýfan er örugglega líka mjög góð bara með rjómaostinum fyrir þá sem fýla ekki gráðostinn )
-1 meðalstór laukur
-18 frosnar spínatkúlur ( kaupi frosið spínat í bónus )
1 pakki rifinn ostur
Aðferð:
Spínatið sett í pott
með vatni, látið afþýðast á lágum hita og svo sigtað. Ætti að virka að setja það á afþýðingu í örbylgjuofninum líka.
Laukurinn og gráðosturinn skorinn smátt og blandað saman við
rjómaostinn ásamt spínatinu.
Sett saman í eldfast form og ostinum stráð yfir.
Sett saman í eldfast form og ostinum stráð yfir.
Hitað í ca 15-20 min
Rosa góð með snakki eða kexi
Rosa góð með snakki eða kexi
Ummæli
Skrifa ummæli