Á bóndadaginn ákvað ég að elda heima í staðinn fyrir að fara út að borða. Góður heimatilbúin matur getur verið svo miklu betri heldur en út að borða matur.. :) Uppáhálds maturinn hans Ásgeirs er nautakjöt svo auðvitað var nautakjöt fyrir valinu með öllu tilheyrandi.
Fyrir mér er þessi diskur alveg fullkominn.. þetta var allt svakalega gott ef ég fæ að segja sjálf frá.. og alls ekki flókið að útbúa.. því ætla ég að gefa ykkur nákvæma lýsingu á því sem þið sjáið hér að ofan ef þið viljið dekra eins við ykkur..;)
Fyrir 2
500 gr. nautafille
2 stórar kartöflur
1 bréf beikon
1 poki rifinn ostur
aspas
bernes sósa
Olía, salt og pipar
Kartöflurnar:
Það er best að byrja á þeim, en ég sker litlar rákir í þær svona aðeins fyrir neðan miðju og pensla með olíu og salti. Þær eru settar inní ofn í klukkutíma, teknar út og beikon (sem er búið að steikja) og osti troðið ofaní holurnar og yfir kartöfluna og aftur inn í ofn í 5-10 mínútur.
Kjötið:
Kjötið krydda ég með salti og pipar og snögg steiki á pönnu í ca 1 mínútu á hverri hlið. Kjötið fer svo inn í ofn í 20 mínútur. Tekið út og látið standa undir álpappír í 5-10 mínútur. 500 gr stykki ætti að vera medium rer eftir þessar 20 min en það gæti farið eftir ofnum. 30 mín ef þið viljið hafa það medium.
Aspasinn:
Aspasinn pensla ég með olíu og salti og pipar. Vef beikoni utan um hann og set í ofn í 20 mínútur. Hann er jafn lengi og kjötið inni þannig það má setja hann í ofninn með kartöflunum og kjötinu.
Bernes:
Ég kann ekki að gera bernes en tilbúin bernes klikkar seint.. algjört möst með kjötinu að mínu mati.. !
(ef þið eruð að spá í hvað þetta í horninu er þá er það lamba fille sem var alveg hrikalega súrt og vont.. mig grunar að það hafi slysast í tunnu með einhverjum þorramat.. svo ég nenni ekki að segja frekar frá því..;) )
Well ég hlakka til að fá mér þetta aftur.. þó það verði ekki alveg strax.. njótið vel xx
Facebook síða mín www.facebook.com/gigjas
"Kjötið fer svo inn í ofn í 20 mínútur." ...... á hvaða hita stillir þú ofninn ?????????????
SvaraEyða