The OstaSalat

Eins og ég hef sagt oft áður þá er ég sjúk í osta.. og þetta ostasalat er náttúrulega það allra besta..
Ég gerði salatið í gær fyrir saumaklúbb  , en mér finnst þetta rosalega sniðug hugmynd í saumaklúbba og veislur.. með kexi



Innihald:

1 mexico ostur
1 hvítlauks ostur
1 dós 18% sýrður rjómi
1 púrrulaukur
1 rauð lítil papríka
1 græn lítil papríka
Vínber eftir smekk (Vínberin eru algjört möst fyrir mér, gott að hafa nóg af þeim :) )

Þessi uppskrift dugði fyrir 8 svangar stelpur

Allt skorið í litla bita og sýrða rjómanum bætt við að lokum. Ef þið viljið hafa það blautara er hægt að bæta smá hreinu jógurti við eða grísku jógúrti. Ég notaði þó einungis eina 200gr. dós af sýrðum rjóma og það var rosalega gott.

Njótið vel.. x


Facebook síða mín er www.facebook.com/gigjas


Ummæli