Bananabrauð með súkkulaði og kanil - American style

Þetta brauð er alveg to die for, besta bananabrauð sem ég hef smakkað.. ætli ástæðan sé ekki lika útaf því að það er líklega það óhollasta, það helst oft í hendur.


Innihald:

3 vel þroskaðir bananar (mínir voru frekar litlir)
1/2 bolli olía
1 eggi
1 tappi vanilludropar
1 bolli sykur
2 bollar hveiti
1 teskeið lyftiduft
1/4 teskeið salt
2 teskeiðar mjólk
hálfur bolli súkkulaðidropar (eða valhnétur)
1/3 bolli púðursykur
1 teskeið kanill

Aðferð:

-Hitið ofninn á 180 gráður.
-Hrærið vel saman sykur, olíu,egg,vanilludropa,mjólk og banana.
-Bætið síðan hveiti, lyftidufti,salti og súkkulaði/hnetum við og hrærið vel.
-Ég setti bökunarpappír í brauðformið svo það væri auðveldara að ná brauðinu upp úr.
-Púðusykri og kanil er blandað vel saman og sett í botninn á forminu, brauðdeigið ofaná og restin af kanilblöndunni ofaná deigið.
-Brauðið sett í miðjan ofninn og bakað í 45-55 mínútur.






Verði ykkur að góðu..
Facebook síða mín : www.facebook.com/gigjas


Ummæli