Bleikja með sýrðum rjóma og fetaost.

Ég hef alltaf fisk 1-2 í viku þannig það er alltaf gaman að prófa nýjunga. Þessi kom skemmtilega á óvart og mjög fljótlegt að gera.

Fyrir okkur tvö var ég með 500 gr af bleikju og við slátruðum því auðveldlega. 

Flökin lagði ég í eldfast mót, kreisti aðeins af feskum sítrónusafa yfir flökin og kryddaði vel með cayanne pipar og paprikukryddi. 
Smurði svo vel af sýrðum rjóma og toppaði með fetaost og svörtum pipar.
Sett inn í oft á 180 í um 10-15 mínútur fer eftir þykktinni á flakinu. Ég var með það í 12 mínútur og flökin voru frekar þunn. 


Ummæli