PizzaFlétta


PizzaFlétta





Pizzufléttan vakti mikla lukku á mínu heimili. Mér finnst alltaf gaman að borða hefðbundinn mat í nýjum búning. Hvíla föstudagspizzuna og gera föstudags fléttuna.
Ég ætla deila með ykkur fléttunni minni sem er auðvitað hægt að setja hvað sem er á milli, bara passa að það sér nóg af osti J yummy..

Botn.

4 bollar hveiti
1 tsk salt
1 pakki þurrger
¾ bolli vatn
2 msk olía


-Þurrger, 3 bollar hveiti og saltið sett í skál og hrært saman
- Vatninu og olíunni bætt við og hnoðað vel, ég nota hnoðarann í hrærivélinni
-Deigið sett í skál á heitan stað með viskustykki yfir og látið standa í  hálftíma.  

Ofninn hitaður á 220. sett í skál á heitannalega gott :)t d ja hvað sem er it með nkernar sj



Deigið er flett út í ferhyrning (restin af hveitinu notað) og skorið á sitthvora endana eins og má sjá á myndinni og skilið eftir flöt í miðjunni. Í miðjuna fer svo sósan, osturinn og áleggið sem þið viljið hafa. Ég notaði pepperóní og piparost og það var alveg ljómandi gott.




Fléttuna penslaði ég með olíu


Á toppinn setti ég pepperóní, smá ost og basil krydd



Fléttan sett inn í ofn í 15-12 mínútur eða þar til hún er orðin aðeins brúnleit.



Þetta gæti einnig verið sniðug hugmynd í saumaklúbba og hittinga, skorið í litla bita og  sett á bakka..

Njótið vel, þetta er hrikalega gott J


Facebook síða mín : www.facebook.com/gigjas





Ummæli