Unaðslegar Kellog's Special K Kökur

Súkkulaði Páskahreiður

Nú eru komnir páskar sem er ein af mínum uppáhalds hátíðum þar sem eina sem ég geri er að liggja í huggulegheitum og borða góðan mat og nóg af súkkulaði.. kannski aðeins of mikið af súkkulaði en hvað um það.

Aldís vinkona mín gerir þessar kökur við öll tækifæri og hefur heldur betur gert okkur vinkonurnar sjúkar í þær. Kökurnar eru aðeins óhefðbundnari en þessar klassísku rice krispies kökur, en í kökurnar er notað kellogs special k.. Það hljómar kannski ekki jafn vel í fyrstu en þær eru ÆÐI. Nóg af ljósu súkkulaði og sírópi og þær bráðna uppí manni. Skemmir líka ekki fyrir hvað maður er rosalega fljótur að búa þær til :) 


Hráefni.

4 plötur af ljósu súkkulaði
1 dós (minni dósin) af sírópi. Græna klassíska bökunarsýrópinu.
500-600 gr kellogs special k.

Aðferð:
Síróp og súkkulaðið brætt saman í potti, passa að hafa ekki of háan hita og passa að hræra vel í.
Kornfleksinu er blandað vel við.. Það lýtur út í byrjum eins og allt kornfleksið sé aldrei að fara að ná að verða súkkulaðihúðað en það tekur bara smá tíma.
Sett í form og inn í kæli.


Í tilefni páskanna skreytti ég kökurnar svona fínt og settí í páskaform. Tilvalið í páskaboðið.


yndislega falleg blóm <3





Njótið vel og gleðilega páska kæru lesendur :) 






Ummæli