Nú er sumarið komið og það er tími grillsins.. Við fjárfestum loksins í grilli núna í mai og planið er að grilla nóg í sumar.. Prófaði að gera þessa spelt pizzu og hún var algjört lostæti og fljótlegt að útbúa.
Pizzu grindina keypti ég í rúmfatalagernum á 1900 kr.
Pizzudeig fyrir 2 (12 tommu ca)
2 bollar spelt (ég notaði 1 bolla gróft og annan bollann fínt)
1 tsk lyftiduft
1 msk ólífuolía
hálf msk basil krydd
smá salt
1 bolli volgt vatn
Hráefninu blandað fyrst í skál og vatninu síðan bætt útí og hnoðað.
Flett út og sett á pizzapönnuna eða beint á grillið, gæti verið hægt að nota álpappír undir líka.
Það er auðvitað persónubundið hvað fólk vill á pizzuna en á mína pizzu fór:
Pizzasósa
skinka
ostur
rjómaostur
svartur pipar
Grilluð í um 10 mín.
..Þegar pizzan kom af grillinu toppaði ég hana með ruccola salati, hnetum og heimalagaðri hvítlauksolíu úr pressuðum hvítlauk og ólífuolíu. Hrikalega gott !
Mæli með þessari á grillið í sumar :)
Pizzu grindina keypti ég í rúmfatalagernum á 1900 kr.
Pizzudeig fyrir 2 (12 tommu ca)
2 bollar spelt (ég notaði 1 bolla gróft og annan bollann fínt)
1 tsk lyftiduft
1 msk ólífuolía
hálf msk basil krydd
smá salt
1 bolli volgt vatn
Hráefninu blandað fyrst í skál og vatninu síðan bætt útí og hnoðað.
Flett út og sett á pizzapönnuna eða beint á grillið, gæti verið hægt að nota álpappír undir líka.
Það er auðvitað persónubundið hvað fólk vill á pizzuna en á mína pizzu fór:
Pizzasósa
skinka
ostur
rjómaostur
svartur pipar
Grilluð í um 10 mín.
..Þegar pizzan kom af grillinu toppaði ég hana með ruccola salati, hnetum og heimalagaðri hvítlauksolíu úr pressuðum hvítlauk og ólífuolíu. Hrikalega gott !
Mæli með þessari á grillið í sumar :)
Ummæli
Skrifa ummæli