Æðislegar vanillu bollakökur - TIlvalið í veisluna

Þetta eru uppáhalds bollakökurnar mínar, ég hef gert þær fyrir ófáar veislurnar.
Innihald:

3 bollar hveiti
3 tsk lyftiduft
1 tsk salt
250 gr smjör (við stofuhita)
2,5 bollar sykur
5 tappar vanilludropar
4 egg (við stofuhita)
180 ml mjólk (við stofuhita)

Gerir um 70-80 litlar cupcakes.


Aðferð:

1. Hveti, salt og lyftiduft sett í sér skál
2. Smjörið (muna að hafa það við stofuhita), sykurinn og vanilludroparnir hrært saman í hrærivél í nokkrar minutur þar til það verður ljósara.
3. Þá er einu eggi í einu bætt við blönduna og hrært vel.
4. Hveitiblöndunni er bætt við og í lokinn mjólkinni og hrært saman í smá stund, þá ætti áferðin á deginu að vera ljós og silkimjúk.

Sett eins og ein full teskeið í hvert form og bakað á blæstri 180. í 15-20 mínútur, gæti verið 10-15 mínútur það fer eftir ofnum svo það er gott að fylgjast með. Þær eru tilbúnar þegar það er komin aðeins litur á þær.

Krem:

500 gr smjör (við stofuhita)
2 kassar af flóssykri (1000 gr)
3 tappar vanilludropar (ca 3 tsk)
1-2 tsk salt

Allt sett saman í hrærivélina og hrært vel þar til allt hefur blandast saman.
Ef smjörið er lint þarf ekki að nota neinn vökva, mér finnst það betra. Ef smjörið  er aðeins kalt er hægt að bæta við 1 msk mjólk til að auðvelda.

Stúturinn sem ég nota heiti 2D og fæst í allt í köku og í hagkaup skilst mér.

Til að fá kökurnar tvílitar þá tek ég 2/3 af kreminu og set í sér skál.. set litinn sem ég vil hafa minna af og blanda ríkjandi litnum við blönduna í hrærivélinni. Í sprautupokann set ég svo báða litina hlið við hlið og byrja að sprauta.+Ummæli