Þessi klikkar ekki skal ég segja ykkur.. hrikalega gott, og
sumarlegt J
Uppskrift fyrir 4-5
Innihald:
600 gr nautahakk
Taco krydd (ég notaði extra spicy frá santa maria)
Matreiðslurjómi 250 ml
1 Jalapeno ostur
Gular baunir
Nýrnabaunir
Chunky Salsa
Mjúkar mais tortillur
2 ferskir tómatar
Rifinn ostur
( Örugglega mjög gott að setja rauðlauk og papriku, prófa
það næst )
Ofninn hitaður í 190 gráður.
Aðferð:
1. Hakkið er steikt á pönnu með kryddinu samkvæmt
leiðbeiningum.
2. Í pott fara saman rjóminn og osturinn þar til osturinn er
bráðnaður.
3. Þegar hakkið er til eru baununum blandað saman við hakkið
á pönnunni.
4. Í botninn fara maiskökur, þar næst hakk blandan og ofaná
hakkið fer jalapeno sósan. Ofan á sósuna fara svo aftur maiskökur og hakk ofaná
þær og salsasósan ofan á hakkið. Toppað með ost og inn í ofn í 15-20 mínútur.
5. Þegar lasagnað kom út toppaði ég það með ferskum tómötum.
Njótið vel :) ...
Ummæli
Skrifa ummæli