Grilluð spelt –sumarpizza


Við keyptum okkur grill fyrir sumarið þannig það hefur mikið verið grillað á mínu heimili sem komið er af sumri. Ég má til að deila með ykkur uppskrift af uppháhalds pizzunni minni. Botninn er einstaklega góður og fljótlegt að búa hann til.

Pizzu grindina keypti ég í rúmfatalagernum á 1900 kr.

Pizzudeig fyrir 2 (12 tommu ca)

2 bollar spelt (ég notaði 1 bolla gróft og annan bollann fínt)
1 tsk lyftiduft
1 msk ólífuolía
hálf msk basil krydd
smá salt
1 bolli volgt vatn

Hráefninu blandað fyrst í skál og vatninu síðan bætt útí og hnoðað.
Flett út og sett á pizzapönnuna eða beint á grillið, gæti verið hægt að nota álpappír undir líka. Grilluð í 10-12 mínútur.

Álegg:
Grænt pestó
Mozarella ostasneiðar
Parmaskinka
Tómata
Pipar
Hvítlauksolía

Ummæli