Satay Kjúklingasalat

Satay kjúklingasalatið er eitt af uppáhalds salötunum mínum. Ásgeir er ekki mikið fyrir salöt en finnst þetta æði, svo ég reyni að hafa það reglulega, það er líka mjög matarmikið.



Ég ætla ekki að setja nein hlutföll, þið setjið að sjálfsögðu bara það magn sem ykkur finnst gott af hverju. En það sem fer í salatið er :

Kúskús eftir leiðbeiningum á pakkningu ( fyrir 4 notaði ég 4-5 desilítra)
Kjúklingur (Steiktur á pönnu og satay sósan látin malla með í lokinn)
Satay hnétusósa stór
Spínat
Rauðlaukur
Paprika
Avocado
Kirsuberjatómatar
Fetaostur
Kasjúhnetur


Í botninn á fatinu fer kúskús
Ofaná kúskúsið fer spínat og þar næst kjúklingurinn og satay sósan.
Laukur, paprika, avocado, tómatar, fetaostur og kasjúhnetur á toppinn og borið fram.

Gott með hvítlauksbrauði... Njótið vel :)

Facebook síða mín : www.facebook.com/gigjas


Ummæli