Sá þessa hugmynd fyrst hjá Margréti vinkonu minni og gerði þetta svo fyrir funday árshátíð hjá okkur vinkonuhópnum.
Þetta er rosalega smart á borði og þæginlegt að geta hent glösunum eftir á og ekkert vesen.
Uppskrift skyrkaka (15 glös ca) eða ein formkaka. Glösin keypti ég í Bónus.
Botn:
1 og hálfur kassi lu kex
250 gr smjör
Fylling:
2 stórar dósir vanilluskyr
stór rjómi
2 msk flórsykur
150 gr hvítur súkkulaði hjúpur bræddur
Jarðaberjasulta og skraut eftir smekk
Aðferð:
Lu kexið mulið (ég notaði matvinnsluvél)
Smjörið brætt og blandað saman við kexið og sett í botninn.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið
Þeytið rjómann
Blandið skyrinu, flórsykrinum og súkkulaðinu saman
Rjómanum bætt við varlega með sleif
Skyrblandan er sett í glösin (ég notaði sprautupoka) hægt að nota venjulega poka líka með gati til að skyrblandan verði jafnari í glösunum.
Jarðaberjasulta á toppinn.
Sett í kæli - kakan er best ef hún er gerð kvöldið áður og fær að standa í kæli yfir nóttu.
Þetta er rosalega smart á borði og þæginlegt að geta hent glösunum eftir á og ekkert vesen.
Uppskrift skyrkaka (15 glös ca) eða ein formkaka. Glösin keypti ég í Bónus.
Botn:
1 og hálfur kassi lu kex
250 gr smjör
Fylling:
2 stórar dósir vanilluskyr
stór rjómi
2 msk flórsykur
150 gr hvítur súkkulaði hjúpur bræddur
Jarðaberjasulta og skraut eftir smekk
Aðferð:
Lu kexið mulið (ég notaði matvinnsluvél)
Smjörið brætt og blandað saman við kexið og sett í botninn.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið
Þeytið rjómann
Blandið skyrinu, flórsykrinum og súkkulaðinu saman
Rjómanum bætt við varlega með sleif
Skyrblandan er sett í glösin (ég notaði sprautupoka) hægt að nota venjulega poka líka með gati til að skyrblandan verði jafnari í glösunum.
Jarðaberjasulta á toppinn.
Sett í kæli - kakan er best ef hún er gerð kvöldið áður og fær að standa í kæli yfir nóttu.
Ummæli
Skrifa ummæli