DIY Eldhús - Nýtt eldhús fyrir rúmar 10 þúsund krónur

Eftir að hafa verið að flakka um í leiguíbúðum keyptum við Ásgeir okkur loks íbúð í byrjun þessa árs.   Í íbúðarleitunum var ég alltaf mikið að horfa á eldhúsin, mér finnst skipta miklu máli að hafa gott vinnupláss í eldhúsinu enda eyði ég ágætum tíma þar.

Ég fékk allt í einu flugu í hausinn að ég yrði nú að breyta um lit á eldhúsinu, það var aðeins meira mál en það hljómar en þetta hafðist áendanum. Flísarnar eru hvítar og innréttingarnar ljós gráar, kemur bara nokkuð vel út.

Fyrir:


Eftir:



Þeir í Flugger leiðbeindu mér hvernig ég ætti að gera þetta. Flísarnar þurfti að þrífa, grunna tvisvar og svo mála. Ég valdi mállingu með smá glans í en ekki háglans. Skúffurnar í innréttingunni skrúfaði ég af og pússaði með sandpappír til að taka lakkið af. Þar næst grunnaði ég hana með sama grunn og fór á flísarnar en bara eina umferð áður en ég málaði. Ég vildi hafa innréttinguna matta en hann ráðlagði mér það að hafa smá glans í henni upp á að það yrði auðveldara að þrífa hana. 

Þarna eignaðist ég nýtt elhús fyrir rúmar 10 þúsund krónur .. (og 4 daga vinnu) ! Frekar flott það ..




Ummæli