Lax með spínati, fetaost og sólþurrkuðum tómötum

Kallinn fór í veiði um daginn og kom heim með þessa fínu laxa. Ég tók mig til og flakaði greyin og eldaði. Þetta var fyrst skipti sem ég flaka fisk og það heppnaðist  allt í lagi, verð vonandi bara betri næst.  Ég hef  haft það í vana að hafa lax í matinn einu sinni í viku þar laxinn er rosalega hollur og mettandi. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift af tvemur uppáhalds laxa réttunum mínum.

Uppskrift fyrir 4-5

800-1000 gr lax
150 gr spínat
1 krukka sólþurrkaðir tómatar
1 Feta kubbur frá gott í matinn
1 msk olía
salt og pipar
sítróna


Ofninn stilltur á 200

1.    Flökin lagði ég í form, kreisti sítrónu, salt og pipar yfir.
2.    Sólþurrkuðu tómatarnir eru settir í sigti og olían tekin af þeim. Næst eru þeir skornir í litla bita og fetakubburinn líka.

3.    Á pönnu fer olía, spínat, tómatar og fetaostur og látið malla í 2-3 mín


4.   Blandan er sett á laxinn og inn í ofn í 12-14 mínútur á 200 gráðum.



volla... gott með hvítlauksbrauði







Ummæli