Red Velvet - Rauð flauelskaka með rjómaostakremi



Kaka:
2 ½ bolli hveiti
1 ½ bolli sykur
1 bolli jarðarberjasúrmjólk frá MS
110 gr smjör
2 egg
2 msk kakó
28 ml rauður matarlitur (eins og fæst t.d. í Bónus)
1 msk mataredik/borðedik
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar

Ofninn hitaður í 180 gráður.

Aðferð:
  1. Sigtið saman í skál hveiti, salt og lyftiduft og setjið til hliðar.
  2. Blandið vel saman matarlit og kakó í skál.
  3. Blandið saman í hrærivél smjöri og sykri, og bætið síðan eggjunum við einu í einu og þar næst matarlitsblöndunni.
  4. Þriðjungi hveitiblöndunar er næst blandað saman við ásamt helmingi súrmjólkurinnar, síðan hveiti aftur, restinni af súrmjólkinni og næst afganginum af hveitiblöndunni.
  5. Matarsóti og edik hrært saman í skál og sett saman við í lokinn.


    Skiptið deiginu jafnt í tvö smurð form og bakið í 20-30 mínútur. Fer eftir ofnum, mín kaka var inni í 23 mínútur ca.

Krem:
400 g rjómaostur frá Gott í matinn
500 g flórsykur
lítill peli rjómi (250 ml)

Bláber til skrauts.

Aðferð:
  1. Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar
  2. Flórsykurinn og rjómaosturinn þeyttur saman í hrærivél og í lokin er rjómanum bætt varlega við með sleif. Þá er kremið tilbúið.
  3. Skerið smávegis af toppnum á öðrum kökubotninum, myljið í skál og setjið til hliðar.
  4. Skiptið kreminu til helminga og setjið á milli botnanna tveggja og ofan á kökuna.
  5. Skreytið loks kökuna með bláberjum og kökumulningnum.

Ummæli