Innbakaður Kjúklingur - Chicken Wellington

Flestir kannast kannski við Beef Wellington.. en ég get sagt ykkur það að chicken wellington er alls ekki síðri.. Æðislega Gott !



Uppskrift fyrir 4:

4 Kjúklingabringur
Stór askja sveppir
3 hvítlauksrif
smjör
Tveir pakkar af parmaskinku
2 rúllur af smjördeigi - ég keypti tilbúði puff pastry í krónunni
1 egg
stór matskeið rjómaostur
matskeið dijon sinnep
salt og pipar

Aðferð:

Ofninn hitaður á 180


1. Kjúklingabringurnar eru eldaðar, ég setti þær á mínútugrilið en það er auðvitað hægt að steikja þær líka. Passa að of elda þær ekki þar sem þær eiga eftir að fara inn í ofn.

2. Sveppirnir eru smátt skornir og steiktir uppúr smá smjöri og hvitlauk. Sveppirnir eru svo þerraðir, ég setti þá á pappír til að taka sem mestann vökva af þeim.

3. Rjómaostinum og sinnepinu er hrært saman og borið á bringurnar þegar þær eru eldaðar

4. Plastfilma er lögð á borðið, 2 parmaskinkur lagðar á plastfilmuna og sveppunum dreift yfir

5. Kjúlingabringa er lögð á og rúllað inn í plastfilmuna




6. Smjördegið er flett út, plastfilman tekin af kjúklingnum og honum pakkað inn í degið




7. Egginu er penslað á degið og ég skar línur í það til að gera degið fallegra 

Sett inn í ofn í 20-25 mínútur



Á sama tíma setti ég kartöflurnar inn í ofn, en þær eru jafn lengi inni. 

Uppskrift Kartöflur:

1 pakki af forsoðnum kartöflum
lagðar í form
smjörklípa og hvítlauksrif brætt og hellt yfir 
salt og pipar


Sósa:

Hálf askja sveppir 
Piparostur
Matreiðslurjómi
Sveppakraftur

Aðferð:

Sveppirnir steiktir
Restinni er svo bætt útí pottinn og látið malla við vægan hita í um hálftíma


Njótið vel.. Endilega fylgist með á www.facebook.com/gigjas






Ummæli