Jólaís með Toblerone og piparkökum



Ég hef alltaf verið hrifin af ís í desert, það er einhvern veginn sama hversu saddur maður er þá er alltaf pínu pláss fyrir ís. Ef ég ætti að nefna súkkulaði sem minnir mig á jólin þá er það Toblerone, ég veit ekki hvað það er en mér hefur alltaf fundist Toblerone rosalega jólalegt og ekki skemmir fyrir þegar búðir byrja að selja risa Toblerone svo maður fái alveg örugglega súkkulaði overdose.

Þetta er fyrsti jólaísinn sem ég geri þar sem ég verð í fyrsta skipti með aðfangadagsmat á mínu heimili í ár. Því fannst mér um að gera að prófa að útbúa jólaís með þeim hráefnum sem mér finnst jólaleg –  rjómi, Toblerone og piparkökur.
Útkoman var æðisleg, piparkökurnar og Tobleroneið fara æðislega vel saman í rjómaísinn og það hlakkar í mér að njóta íssins með fjölskyldunni á aðventunni.
Uppskrift hér: 

:
http://www.gottimatinn.is/matarblog/gigja-s.-gudjons/jolais-med-toblerone-og-piparkokum/214

Ummæli