Veislan heldur áfram.. ekki er maður að fara grennast um jólin það er víst, enda á maður bara að njóta þess að borða yfir sig af góðum mat og óteljandi sortum af smákökum og konfekti.. að minnsta kosti mun ég gera það :)
Ég smakkaði nýja súkkulaðið frá nóa sirius um daginn með karamellukurli og sjávarsalti.. hrikalega gott ! Ég varð bara að búa til smákökur úr þessu súkkulaði og uppskriftin kemur hér:
Ath: mjög fljótlega gert.
Uppskriftin gerir um 33-35 kökur.
Ofninn hitaður í 180 - Blástur eða undir og yfir hita, hentar bæði.
150 gr smjör við stofuhita ca. 1 bolli
1 bolli sykur
1 bolli púðusykur
1 tsk vanilludropar
1 egg
2 tsk lyftiduft
1 tsk mataródi
1 tsk salt
2 bollar hveiti
200 gr Nóa súkkulaði með karamellu og sjávarsalt saxað
Smjör, sykri og púðursykri er hrært saman í hrærivélinni. Þá næst er vanilludropum og eggjum blandað saman við og í lokinn þurrefnunum og súkkulaðibitunum.
Kökurnar eru mótaðar í litlar kúlur, settar á bökunarplötu og bakaðar í 10 mínútur. Ekki flóknara en það.
Njótið þessara unaðslegu smákökur - Gleðileg jól <3
Set inná facebook síðu mína það sem er nýtt hverju sinni, getið likeað við síðuna hér : www.facebook.com/gigjas
Ég smakkaði nýja súkkulaðið frá nóa sirius um daginn með karamellukurli og sjávarsalti.. hrikalega gott ! Ég varð bara að búa til smákökur úr þessu súkkulaði og uppskriftin kemur hér:
Ath: mjög fljótlega gert.
Uppskriftin gerir um 33-35 kökur.
Ofninn hitaður í 180 - Blástur eða undir og yfir hita, hentar bæði.
150 gr smjör við stofuhita ca. 1 bolli
1 bolli sykur
1 bolli púðusykur
1 tsk vanilludropar
1 egg
2 tsk lyftiduft
1 tsk mataródi
1 tsk salt
2 bollar hveiti
200 gr Nóa súkkulaði með karamellu og sjávarsalt saxað
Smjör, sykri og púðursykri er hrært saman í hrærivélinni. Þá næst er vanilludropum og eggjum blandað saman við og í lokinn þurrefnunum og súkkulaðibitunum.
Kökurnar eru mótaðar í litlar kúlur, settar á bökunarplötu og bakaðar í 10 mínútur. Ekki flóknara en það.
Njótið þessara unaðslegu smákökur - Gleðileg jól <3
Set inná facebook síðu mína það sem er nýtt hverju sinni, getið likeað við síðuna hér : www.facebook.com/gigjas
Ummæli
Skrifa ummæli