Tyrkisk peber skyrkaka


Öðruvísi ? já.
Góð? JÁ.

Skellti í þessa unaðslegu tyrkisk peber skyrköku. Uppá síðkastið hef ég verið að vinna svolítið með tyrkis peber brjóstsykurinn, bæði gert sjeik og ísköku og nú er það skyrkaka.. Hugmyndin af skyrkökunni er sú að þegar ég fæ mér bragðaref á vesturbæjarís þá fæ ég mér bláber, tyrkisk peber og oreo út í.


Innihald:
24 oreo kexkökur ( einn og hálfur kassi)
100 gr smjör
500 gr bláberjaskyr
1 peli rjómi
2 msk flórsykur
2 tsk vanilludropar
150 gr poki tyrkisk peber
Aðferð:

1.Oreo kexið er mulið í matvinnsluvél eða blender.
2.Smjörið er brætt og hrært við mulið oreo kexið.
3.Oreo blandan er sett í form og þjappað vel niður í alla kannta. Gott er að klæða formið með plastfilmu.
4.Kælt á meðan restin er gerð.
5. Brjóstsykurinn er mulinn, ég setti hann í poka og barði niður með ísskeið þar til brjóstsykurinn var alveg mulinn, auðvitað hægt að mylja hann með öðru en ísskeið. Mikilvægt er að brjóstsykurinn sé í mjög fínum milsnum, nánast bara duft. Það er ekki gott að hafa brjóstsykur bita í kökunni sem maður finnur fyrir.
6.Rjóminn er þeyttur
7.Skyrið, flórsykrinum,vanilludropum og helming tyrkisk peber brjóstsykrana er hrært saman í skál og rjómanum svo varlega blandað saman við.
8. Rjóma/skyrblandan er nú sett í formið og aftur inn í ískáp, best er að gera kökuna degi áður en hún er borin fram. Ef hún er ekki útbúin degi áður þá allavega nokkrum klukkustundum áður en hún er borin fram svo hún nái að stífna.

Njótið vel :)

Facebook síða mín : www.facebook.com/gigjas

Ummæli