Djúpsteiktar kjúklingalundir / Deep fried boneless chicken

Skellti í þennan kjúkling fyrir Superbowl. Ég gerði mjög stóra uppskrift þannig ég er að spá í að láta ykkur fá uppskrift af helmingnum og þið getið þá tvöfaldað hana ef þið eruð með party.



Þetta er mun auðveldara en ég þorði að halda.

Innihald

1,5 kg. kjúklingalundir
10 oz Red hot sósa. Stendur í oz framan á franks red hot sósunni.
6 egg
3 bollar hveiti
4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1/3 bolli vatn
Hvítlaukssalt
Pipar
Canola olía eða sambærileg djúpsteikingar olía

Aðferð:

Kjúklingalundirnar verkaðar og skornar í helminga
Kryddaðar með hvítlaukssalti og pipar

Eggin, red hot sósan og vatn er hrært vel saman í skál.

Í aðra skál fer hveitið, lyftiduft og salt.

Ég double dippaði kjúklinginn, setti hann í eggjablönduna, svo í hveitið, aftur í eggjablönduna og í lok hveiti áður en hann er settur í pottinn.

Í pott fer olían, það fer auðvitað eftir hve stóran pott er notað en olían þarf að þekja allan kjúklinginn svo hann fljóti. Ég sá á netinu að olían eigi að vera um 200 c heit, þannig ef þið eigið mæli þá geti þið notað hann. Ég prófaði mig hinsvegar aðeins til þar sem ég á ekki mæli. Olían á til að ofhitna og ég mæli með að hafa miðlungs hitastyllingu, ss ef hellan nær uppí 10 að hafa hitann á 5, prófa 1 bita og láta hann malla í pottinum í 4 mínútur, taka hann svo upp og skera í hann. Ef hann er ekki til þá bara hita aðeins betur undir og setja 1 bita ofan í fyrstu nokkra bitana. Gott að miða við að láta bitann vera í 4 mínútur í pottinum.





Ég setti 4-5 bita í einu í pottinn þegar ég var komin með réttann hita á olíuna


Gott er að setja ofn grind ofan á diska og láta kjúklinginn standa í smá á grindinni, láta olíuna leka af og "húðina" stökkna. 



Gráðostasósa


Innihald:
150 gr. gráðostur
200 gr. sýrður rjómi
200 gr. linur rjómaostur
1 tsk hvítlaukssalt
Sítrónusafi úr 1/2 sítrónu
Salt og pipar.


Gráðosturinn er britjaður niður í smáa bita og hrært saman með öllum hráefnunum. 



Njótið vel :) facebook síðan min: www.facebook.com/gigjas






Ummæli