Fylltar Paprikur


Uppskrift fyrir 4


Innihald:
3 paprikur
1 bolli kúskús
200 gr gular baunir
200 gr svartar baunir
200 gr sterk salsasósa
púrrulaukur
fetaostur
rifinn ostur
cayanne pipar



Aðferð:

Paprikurnar eru skornar í
tvennt og tekið innan úr þeim
Kúskús eldað
eftur leiðbeiningurm (1 bolli kúskús á móti 2 bollum af vatni)
Þegar kúskúsið er tilbúð er baunum, salsasósu, púrrulauk, fetaost og cayanne pipar bætt við og hrært.
Paprikan er sett í
mót, blandan ofaní og rifinn ostur ofan á.

Sett í
ofn á 180 blástur í 20-30 mín eða þar til osturinn er orðin gulleiddur og papríkan aðeins krumpuð.

Æðislega góður og hollur réttur, kemur á óvart.

Ummæli