Döðlugott með pipar fylltum reimum

Þetta döðlugott er out of this world.. Ætla ekki að segja neitt meira en bara : PRÓFIÐ ÞETTA lostæti





Gerir um 50 bita

Innihald:

250 gr döðlur
100 gr púðusykur
150 gr smjör
2 bollar rice krispies
2 pakkar (160 gr.) pipar fylltar reimar, nýjung frá appolo
200 gr suðursúkkulaði

Aðferð:

Bræðið saman í potti smjör, döðlur og púðusykur á miðlungs hita þar til döðlurnar hafa bráðnað, passið að hafa ekki of háan hita þá getur blandan brunnið við. Gott að hræra á meðan þetta er að blandast saman.



Rice krispies og niðuskornar reimarnar eru settar í pottinn og blandað vel saman.



Blandan er þá sett í mót og þjappað vel niður í alla kanta, gott er að setja bökunarpappír í botninn svo auðvelt sé að taka konfektið úr. Ég notaði eldfast mót sem er aðeins stærra en kringlótt hefðbundið kökumót.


Döðlugottið er sett í frysti í um hálftíma, þá er súkkulaðið brætt og hellt yfir döðlugottið

Kælt í ískáp og skorið í teninga





Geymist best í lokuðum umbúðum í ískáp

Njóð vel .. :) Ég set það nýjasta hverju sinni inn á like síðuna mín á facebook slóðin er : www.facebook.com/gigjas









Ummæli