Köld salsa með rjómosti og fersku grænmeti
þessi salsa er æðislega góð og fersk, fín tilbreyting frá heita salsanu. Ég gerði þessa fyrir saumaklúbb og ætla skella í hana aftur yfir EM í fótbolta sem er á næsta leiti.

500 gr rjómaostur frá gott í matinn
1x dós 10% sýrður rjómi frá gott í matinn
300 gr sterk salsasósa
Rifinn ostur
Paprika
Kirsuberjatómatar
Rauðlaukur
Kína kál
Avocado

Aðferð:

Rjómaostinum og sýrða rjómanum er hrært saman og smurt í botninn á móti og salsasósunni dreift yfir það.

Ofan á sósuna fer niðurskorið grænmetið og það toppað með rifnum osti  

Borðað með nachos flögum


Njótið vel kæru lesendur, áfram Ísland á EM :)

 Facebook síðan mín er www.facebook.com/gigjas og heimasíðan er www.gigjas.com 

Ummæli