Mjúk Bananakaka með rjómaostakremi

Mjúk bananakaka með smjör/rjómaostakremi sem bráðnar uppí manni

Ég er eiginlega orðlaus yfir þessari köku hún er svo góð, með betri kökum sem ég hef bakað.. og já bara smakkað! Ég er varla að týma að deila henni með öðrum þar sem mig langar að borða hana alla ein.. Mæli með að þið skellið í þessa við næsta tækifæri.

Fyrir 6-8 manns

Innihald kaka:

2 bollar hveiti
1 teskeið lyftiduft
1 bolli sykur
hálf teskeið salt
hálf teskeið kanill
Hálfur bolli smjör við stofuhita
2 stór egg við stofuhita
2 teskeiðar vanilludropar
3 bananar vel þroskaði miðlungsstórir

Innihald krem:
100gr smjör
3 og halfur bolli flórsykur
1 teskeið sjávarsalt
1 teskeið vanilludropar
500 gr kaldur rjómaostur frá gott í matinn
1 teskeið kanill

Til skreitingar (val) : britjaðar pekanhnetur eða aðrar hnetur og karamellusósa


Aðferð:

Hitið ofninn 180 gráður blástur

Það er gott að byrja á að brúna smjörið sem er í kreminu þar sem það þarf að fara inn í frysti í 45 mínútur. 

Kaka:

Í skal blandið saman hveiti, lyftiduft, salt og kanil
Stappið bananana vel saman á disk

Í hrærivélinni hrærið saman sykur og smjör, þegar blandan er orðin ljós bætið þá eggjum einu í einu og vanilludropum

Bætið hveitiblöndunni við og hrærið á litlum hraða, í lokinn fara bananarnir úti og hrærðir saman við með sleif.

Kakan er sett í tvö smurð form og inn í ofn í 20-25 mínútur eða þar til kakan hefur tekið lit og bökuð í gegn, gott að stinga gaffli til að ath. 

Krem:





Það sem gerir kremið svona gott er held ég smjörið. Þetta er aðeins öðruvísi krem þar sem 
smjörið er brúnað á pönnu. Smjörið er sett á pönnu á miðlungs hita og hrært vel með sleif þar til smjörið byrjar að brúnast aðeins, þá er smjörið sett í skál og inní frysti í 45 mínútur.
Þegar smjörið er orðið þétt þá er það tekið út og sett í hrærivélina og hrært í mínútu þar til það er fluffy, þá er öllu nema rjómaosti bætt útí og hrært saman og í lokinn fer rjómaosturinn gott að seta hann ofaní í þremur pörtum og hræra á milli. Ef frostingin er of lin er gott að kæla hana aðeins 
áður en hún er sett á kökuna, betra að hafa frostinginn stífann. 







Njótið vel :) facebook síðan mín er : www.facebook.com/gigjas




Ummæli