Laxa soft taco með avocado lime dressingu
Útbjó þetta unaðslega laxa taco sem er aðeins öðruvísi en maður er vanur að borða. Ég panta mér oft fish tacos þegar ég er erlendis og ég hef smakkað margar útgáfur en hér ætla ég að sýna ykkur mína uppskrift af svokölluðu fish taco. Rétturinn er afskaplega ferskur og sumarlegur.
Fyrir 2-3
Dressingin er á tacoinu er aðal málið, í hana fer:
180.gr 36% sýrður rjómi frá gott í matinn
1 avocado
Safi úr einni lime
7 sneiðar af jalapeno
nokkrir stikar af kóríander
smá salt
Þessu er öllu blandað saman í matvinnsluvél eða góðum blandara
Taco innihald:
2 tómatar
jöklasalat
gular baunir
hálfur rauðlaukur
lime
1 avocado
kóriander
feta kubbur frá gott í matinn
300 gr lax
cayanne pipar
8 soft corn tortillas ( Keypti minnstu gerðina i Bónus og klippti eins og 1 cm í kring til að gera þær enn minni, muna skola skærin vel bara. )
Jöklasalatið er saxað niður og tómötum, baunum, rauðlauk og lime safa blandað við.
Avocadoið skorið í teninga og fetakubburinn mulinn ( ég notaði helming af kubbnum )
Laxinn kryddaði ég með nóg af cayanne pipar og grillaði síðan á mínútu grilli. hitaði tortillurnur einnig á mínútugrillinu. Að sjálfsögðu er líka hægt að hita hvorugt í ofninum.
Þá er þessu öllu smellt saman, salsanu, laxinum, acocado, fetaost, nóg af dressingu og toppað með smá kóríander.
Njótið vel..
Like síðan mín á facebook er www.facebook.com/gigjas
Ummæli
Skrifa ummæli