Karamellu ostakökur í skotglösum

Karamellu ostakökur í skotglösum



Uppskrift: 50 glös

1 pakki Hafrakex
100gr Smjör
2 msk Púðursykur
500ml Rjómi
2x Rjómostar frá gott í matinn
1/4 sítróna
2 tsk vanilludropar 
1 bolli sykur
Karamellu Íssósa frá kjörís ( þessi til að hita, fer þó óhituð í uppskriftina)
Skotglös og litlar skeiðar (fæst í bónus)
Karamellusúkkulaði frá Milka eða annað karamellusúkkulaði 



Aðferð:

Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar

Rjómaosturinn er léttþeyttur ásamt sítrónusafa, sykri og vanilludropum. Þar næst er honum varlega blandað saman við rjómann með sleif. 

Í pott fer smjör og púðursykur, brætt við miðlungs hita og blandað saman við mulið kexið.

Glösin eru sett á borðið og í þau fer karamellusósa- ostablandan - kex - ostablanda og skraut að vild. Ég notaði karamellu súkkulaði frá milka til skreytinga sem er mjög gott með. 


Facebook síða mín er www.facebook.is/gigjas



Ummæli