Rjóma pestó kjúklingaréttur

Rjóma pestó kjúklingaréttur 



Það er alltaf klassískt að skella í kjúklingarétt. Kjúklingaréttir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ef skoðað er bloggið mitt þá held ég að 50% uppskrifta innihaldi kjúkling. Kjúklingurinn einfaldlega býður upp á svo mikið. Á þessu þriðjudagskvöldi skellti ég í rjóma pestó kjúklingarétt sem var fljótlegur og dásamlega góður.

Uppskriftin dugir fyrir 3-4, en við erum tvö í heimili svo ég nota afganginn til að taka með í vinnuna. 

Undirbúningur 10 mínútur
Eldun 40 mínútur

Innihald 

3 stórar kjúklingabringur
2 stórar kartöflur
Brokkolí og blómkál eftir smekk
um 15 stk döðlur
200 gr pestó
200 ml matreiðslurjómi
1 poki gratín ostur 
olía
salt og pipar

(næst þegar ég geri réttinn ætla ég að prófa að bæta við skornum kirsuberjatómötum á toppinn)

Réttinn bar ég fram með hvítlauksbrauti

Aðferð

Ofninn hitaður á 180, undir og yfir hita

Eldfasta formið er smurt með olíu og þunnt skornum kartöflum raðað í mótið, upp kantana og þær penslaðar með oliu, salti og pipar.



Ofan á þær fer brokkolíið, blómkálið, döðlurnar og kjúklingurinn allt skorið í litla bita



Í skál er matreiðslurjómanum, pestóinu og helmingnum af gratínostinum blandað saman og hellt yfir kjúklinginn



Rétturinn er settur inn í ofn í 20 mínútur og þá er restin af ostinum bætt ofan á (ég setti hvítlauksbrauðið inn þá) og aftur inn í 20 mínútur, semsagt 40 mín í heildina. 






Njótið vel. Facebook síðan mín er www.facebook.com/gigjas

Ummæli