Himneskir Hrákökubitar

Himneskir hrákökubitar

Jæja þá er ég hooked, staðfest. Þessir hrákökubitar eru guðdómlegir og þið eruð að missa af mjög miklu ef þið skellið ekki í þessar, lofa.Innihald

Botn
100 gr. kasjúhnetur
100 gr. möndlur
250 gr. döðlur
100 gr. þurrkaðar aprikosur
3 msk hnetu eða möndlusmjör
2 msk kókosmjöl (má sleppa)
3 msk fljótandi kókosolía
1 tsk vanilludropar eða tsk bourbon vanille
1 msk kakó, ég notaði frá Naturata
smá sjávarsaltKrem
200 gr fljótandi kókosolía, ég notaði kaldpressaða jómfrúarolíu.
200 gr. agave sýróp
50 gr. kakó
2 tsk vanilla
sjávarsalt til að setja á toppinn

Aðferð

-Látið döðlurnar og aprikosurnar liggja í bleyti í um 15 mínútur til að mýkja þær
Öllu er svo blandað saman í skál og sett í matvinnsluvél. Ég setti blönduna í matvinnsluvélina í tveimur pörtum svo vélin réði betur við hráefnin.
-Þegar allt er orðið maukað vel saman eru gerðar kúlur, ég setti svo puttann í miðjuna til að gera smá holu til að koma meira kremi fyrir.
-Sett í mót og inn í frysti í um 30 mínútur

-Á meðan bitarnir kólna er kremið gert
Kókosolían er brædd við lágan hita og látin kólna
-Þegar kókosolían hefur kólnað er restinni bætt útí og hrært vel
-Fint að láta kremið standa í ískáp í um 10-15 mínútur(alls ekki lengur) til að láta það þykkna aðeins áður en það er sett á kökubitana

Best er svo að geyma kökurnar í ískap en ef þið ætlið að geyma þær til lengri tíma þá er fínt að hafa þær inn í frysti og taka út áður en þær eru bornar fram.Njótið vel :)

Ummæli