Himneskt spelt banana döðlubrauð með pekanhnetum




Ofninn hitaður á blástur 180 gráður



Innihald:
1 bolli döðlur 
2 msk kókosolía
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk sjávarsalt
1/2 bolli hrásykur
1 bolli uppáhellt kaffi
2 egg
1 1/2 vel þroskaðir bananar
1 tsk vanillusykur eða dropar
2 1/2 bolli fínmalað spelt
1 msk agave sýróp (má sleppa)
1/2 tsk kanill
1/2 bolli saxaðar pekanhnetur

Aðferð:
niðurskornum döðlunum, kókosolíunni, lyftiduftinu og saltinu er hrært saman í skál og heitu kaffinu hellt yfir og látið bíða í 15 min eða þar til kaffið hefur kólnað. Þá fer restin út í og hrært vel.

Sett í smurt brauðform og inn í oft í 40-50 mínútur, eftir 30 mín er gott að setja álpappír yfir brauðið til að koma í veg fyrir að það brenni að ofan. Eftir um 40 mín er gott að stinga í brauðið til að ath hvort það sé tilbúið. 




Njótið vel :) ég set það sem er nýtt hverju sinni inn á like síðuna mína á facebokk: www.facebook.com/gigjas

Ummæli