Piparkaka með kanil rjómaostakremi


Ég væri til í að baka þessa köku á hverjum degi bara til að fá lyktina í húsið mm mm. Ég gerði þessa guðdómlega góðu piparköku fyrir saumaklúbb núna í desember. Ég held að mig muni dreyma um kremið næstu vikur NAMMI. Mæli með þessari köku í jólaboðin núna í desember, rosalega jólaleg og góð og auðvitað skemmtir ekki fyrir hvað er hægt að gera hana fallega.


Undirbúningur: 15 mínútur
Ofn: 20-25 mínútur
alls: um 40 mínútur

Myndi segja að kakan væri fyrir 8 svanga en 10-12 manns í desert 

Ofninn er hitaður í 180 blástur

Innihald kaka:

300 gr fínmalað spelt eða hveiti
200 gr hrásykyr / cane sugar
200 gr smjör
2 msk ground ginger
1 msk ground clovea
1 msk kanill
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsóti
1/2 tsk salt
——————————
3 stór egg
2 matskeiðar dökkt agave sýróp
200 gr smjör við stofuhita
200 ml nýmjólk
1 msk vanilludropar

Innihald krem: 

250 ml rjómi
400 gr rjómaostur frá gott í matinn
1 matskeið kanill
200 gr flórsykur


Aðferð kaka:

Öllum þurrefnum er blandað saman í hrærivélinni og smjörinu bætt út í og hrært þar til það hefur blandast vel saman.
Bætið næst einu eggi í einu við blönduna og hrærið vel, næst fer mjólkin og vanilludroparnir og hrært vel. Blandan á að verða pínu fluffy.

sett í tvö smurð form og inn í ofn í 25 mínútur eða þar til hægt er að stinga í kökuna og ekkert festist á gafflinum.

Fínt að útbúa kremið á meðan kakan er í ofninum

Kakan er látin kólna alveg áður en kremið er sett á

Aðferð krem:

Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar
Rjómaostinum, kanilnum og flórsykrinum er hrært saman í hrærivél þar til blandan er orðin mjúk, þá er rjómanum hrært saman við með sleif. 

Kreminu er smurt á kökuna og hún skreytt að vild, til dæmis með og með piparkökum. 





Gleðileg jól kæru lesendur :) 

Ummæli