Rolo konfekt letingjans

Skýrði þetta rolo konfekt letingjas þar sem það nenna ekki allir að gera jólakökur eða konfekt. Þetta konfekt er svo auðvelt að þeir verstu í eldhúsinu ættu ekki að geta klúðrað þessu.

Heildartími: 15 mínútur

Eina sem þarf er:
Pretsel
Rolo súkkulaði
Pekan hnetur

Ofninn hitaður á 180

Pretselinu er raðað á bökunarplötu og roloinu ofan á



Inn í ofn í 3-4 mínútur (roloið á ekki að bráðna bara linast)

Þegar pretselið kemur út eru pekanhneturnar settar ofaná og látið kólna



                                          Geymist í boxi inn í ískáp og einnig við stofuhita



Njótið vel :)

Facebook síðan mín er www.facebook.com/gigjas



Ummæli