Tyrkisk peber jólaís með pipar fylltum reimum og toblerone

Tyrkisk peber og fylltar pipar reimar, er það ekki í tísku? afhverju ekki að skella þá bara í jólaís. Ég gerði tvo til að geta smakkað einn og haft hinn á jólunum og jiminn eini hvað hann er góður! Viss um að hann slái í gegn á hverju heimili.. þar að segja ef þið þorið að víkja út af vananum og prófa 
eitthvað nýtt. 




Uppskrift fyrir 8-10

 Innihald:500 ml rjómi4 egg1 msk vanilludropar8 msk flórsykur200 gr toblerone (100 gr í ísinn og 100 gr til skreytingar)150 gr mulinn tyrkisk peber brjóstsykur (nánast duft, ég setti hann í 2 poka og muldi með hamri, einnig ætti að matvinnsluvél að virka)100 gr pipar fylltar lakkrísreimar (getið notað restina í pokanum til skrauts)

Aðferð:

Rjóminn er þeyttur og settur til hliðarEgg, flórsykri og vanilludropum er hrært saman í hrærivélinni þar til blandan verður létt og ljós, þá er rjómanum og sætindunum hrært varlega saman með sleif og blandan sett í form og inn í frysti. Best er að gera ísinn að minnsta kosti kvöldi áður en hann er borinn fram. Eina sem ég var hrædd um var að lakkrísinn yrði harður en þvert á móti, hann var dúnamjúkur.






Njótið vel og gleðileg jól :)Facebook síðan mín er www.facebook.com/gigjas

x

Ummæli