Hollara sófasnakk - Spæsí krönsí kjúklingabaunir

Þetta snarl er alveg hættulega gott.. Ef þið skellið í þetta myndi ég klárlega gera tvo skammta þar sem einn er mjög fljótur að fara, maður einfaldlega getur ekki hætt.Innihald

1 krukka kjúklingabaunir (300gr)
1 msk hitaþolin olía
1/2 tsk cayanne pipar
1/2  tsk hvítlaukssalt
smá salt og piparÉg notaði hitaþolnu steikingarolíuna frá himneskri hollustuAðferð:

Ofninn er hitaður á 220 gráður blástur

Vatnið er sigtað frá baununum og þær þerraðar vel á eldhúspappír


Olíunni ásamt kryddunum er blandað saman í skál og sett til hliðar

Kjúklingabaunirnar eru settar á bökunarpappír og inn í ofn í 7 mínútur (án kryddolíunnar). Eftir 7 mínútur er ofninn opnaður og aðeins hreyft við baununum og aftur inn í ofn í 7 mínútur. eftir 14 mínútur samtals eru baunirnar teknar út og þær penslaðar með kryddolíunni og settar aftur inn í ofn í 7 mínutur og þá eru þær tilbúnar.Ef baunirnar klárast ekki eða þið ætlið að geyma þær þangað til um kvöldið er sniðugt að skola krukkuna og geyma bauninrnar í henni.

Njótið vel :) - Gígja S

Það sem er nýtt hverju sinni set ég inn á like síðu mina á facebook: www.facebook.com/gigjas
Ummæli