Nokkrar tegundir af morgungrautum - Chia og overnight oats
Kaldir chia og hafragrautar eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Það sem mér finnst þæginlegast við það að ég get útbúið þá kvöldið áður og kippi þeim svo með mér í vinnuna um morguninn, þar sem ég fer oft mjög snemma á fætur og hef ekki mikinn tíma í að dútla mer heima. Grautarnir eru fljótlegir, mettandi og góðir.
Grautinn set ég í lokað box inn í ískáp.
Mælieiningin sem ég nota eru Mælibollar, ef þið eigið ekki þannig þá er hægt að nota kaffibolla
Mér finnst skammtarnir mátulegir fyrir morgunmat en það er auðtiað lítið mál að stækka uppskriftina aðeins ef þið viljið fá meiri graut. Sniðugt að tvöfalda uppskriftina ef þið viljið fá ykkur aftur seinna um daginn.
Sumum finnst gott að setja ávextina með í grautinn en persónulega finnst áferðin ekki verða góð, ég sker ávextina niður og hef þá ferska. Ég set þó alls ekki alltaf ávexti á grautinn, hann er mjög góður án þeirra.
Yfirleitt er þessi grautur í messi ofan í nestisboxi en ég gerði þetta svona fallegt fyrir ykkur. Hann alveg jafn góður þó hann sé í messi ofan í nestisboxi ;)
Kanilgrautur (þessi er minn uppáhalds, góður með kókosflögum, bönunum og jarðaberjum)
Hálfur bolli hafrar
1 og hálf msk chia fræ
hálfur bolli möndlu og herslehnetumjólk
1/3 bolli vatn
hálf tsk kanill
1 tsk agave sýróp
Súkkulaði og hnetusmjörsgrautur
Hálfur bolli hafrar
1 og hálf msk chia fræ
1 msk gróft hnetusmjör
hálfur bolli súkkulaði haframjólk
1/3 bolli vatn
1 tsk agave sýróp
(hrært vel, svo hnetusmjörið dreifist)
Kaffigrautur
Hálfur bolli hafrar
1 msk chia fræ
Hálfur bolli möndlumjólk(eða annarskonar mjólk)
1 expresso kaffibolli
1 tsk agave syróp
Karmellugrautur
hálfur bolli hafrar
1 og hálf msk chia fræ
Hálfur stappaður banani
4 smátt skornar döðlur
Karamellustevía
Hálfur bolli möndlumjólk
Uppskriftirnar sem ég er að gefa ykkur hér að ofan eru svona grunn uppskriftirnar sem ég nota og það sem fer í þessar uppskriftir á ég svona nánast alltaf til. Svo er hægt að leika sér með þær, td hnetusmjör, döðlur, kókosflögur og kanill finnst mér góður í alla grautana. Svo eruði fljót að finna hvaða mjólk ykkur finnst best, möndu, herslehnetu, hafra, súkkulaði eða kókos.
Fyrst ég er talandi um morgunmat þá er ég líka komin með æði fyrir kókos gríska jógúrtinu frá Örnu með matskeið af grófu hnetusmjöri frá whole earth. You must try it :)
Ef þið viljið fylgjast með hvað kemur nýtt á bloggið hverju sinni getið þið fylgst með á
Njótið vel :)
Ummæli
Skrifa ummæli