Þessi súpa er í top 3 hjá mér.. já ég á mér top 3 súpur! Ég er orðin mikill súpu fíkill.
Þessi súpa er þykk, bragðgóð og matarmikil en ég er buin að vera rekast á svipaðar uppskriftir á netinu, þar á meðal hjá Sylvíu á www.femme.is og svo margar æðislegar á pinterest ef þið viljið fá fleiri hugmyndir:
Mér finnst þessi hérna hinsvegar alveg fullkomin, mæli með að þið skellið í hana eins og skot.
Uppskrift fyrir 4 (eða fyrir tvo í tvo kvöldmata eins og ég geri)
Innihald:
1 Kíló gulrætur
1 sæt meðalstór kartefa
lítil dós kókósmjólk
1 grænmetiskrafur
1 msk red chili paste
hálf lime
4 hvítlauksrif
meðalstórt engifer
Cayanne pipar eftir smekk ef þið viljið láta hana rífa enn meira í
(kókosflögur og cayanne pipar er skrautið)
Aðferð:
-Gulræturnar, engiferinn og sætu karteflurnar eru flusaðar
-Niðurskornar og flusaðar gulrætur, engifer, karteflur, hvítlaukur og smá grænmetiskraftur er allt sett í stórann pott ásamt vatni. Vatnið á rétt svo að hylja grænmetið.
-Lokið er sett á og látið sjóða þar til grænmetið er orðið mjúkt eða í um ca 20 mínútur.
-Þá grænmetið sett í blender eða maukað með töfrasprota, en ég tók aðeins af vatninu frá.
-Þegar grænmetið hefur maukast vel og orðið silki mjúkt þá er það sett í pottinn aftur og kókosmjólk, chili paste og limei bætt útí og hrært vel. Ef ykkur finnst hun ekki nógu strerk þá er gott að bragðbæta með cayanne pipar, ef þið eru jafn miklir fíklar í sterkann mat eins og ég.
Sett í skál og njotið... Verði ykkur að góðu <3
Eg set alltaf það sem er nýtt hverju sinni inn á facebook síðuna mína www.facebook.com/gigjas
Ummæli
Skrifa ummæli