ÍDÝFA MEÐ MAÍS OG BEIKONI
Þessi ídýfa er guðdómleg og bráðnar í munni.. mæli með henni í næsta party hjá ykkur
1 stór dós maís
2 bollar rifinn cheddar eða maribo ostur
1 bolli mæónes (ég notaði létt helmans)
1 dós sýrður rjómi
1 smátt skorinn chilli
1 bakki beikonkurl
1 rauðlaukur
salt og pipar
smátt skorinn graslaukur
doritos flögur
Beikonið er steikt á pönnu. Allt annað er skorið niður og mæjónesinu og sýrða rjómanum hrært saman við ásamt beikoninu.
Gott að kæla í nokkra tíma áður en það er borið fram.
Ummæli
Skrifa ummæli