Mexico flatbrauð

Ég gerði þessa dásemdar flatböku núna á mánudaginn fyrir kærastann og vinkonu mína og hún sló rækilega í gegn. Það tekur ekki nema 30 mínútur í heildina að skella í þessa dásemd. Þetta er í fyrsta skipti sem ég prófa að nota naan brauð sem “pizzudeig” og bragðast rosalega vel. Það er svo hægt að leika sér með þetta og setja það sem ykkur finnst gott ofan á. Ég ætla deila með ykkur þessri uppskrift af mexico flatbrauði sem getur ekki klikkað.



Uppskrift fyrir 3

Hitið ofninn í 200 gráður

Ég myndi segja að uppskrift fyrir þrjá svanga væru þrjú nan brauð og þrjár kjúklingabringur. Svo er auðvitað afar auðvelt að stækka uppskriftina.

3 Naan brauð (ég notaði með hvítlauk og kóríander)
Pizza ostur frá gott í matinn
3 Kjúklingabringur
Cayane pipar
Rauðlaukur
Kirsuberjatómatar
Avocado
Sterk salsa sósa
Sýrður rjómi frá gott í matinn 


Kjúklingurinn er eldaður með cayanne pipar eftir smekk, ég setti kjúklinginn í mínútugrill þar til hann var eldaður í gegn en það er auðvitað hægt að setja hann á pönnuna eða inn í ofn, bara það sem ykkur finnst þæginlegast. 






Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann skorinn smátt og settur ofan á naan brauðið ásamt osti  og inn í oft í ca 10-12 mínútur á 200 gráðum. 

Á meðan brauðið er inn í ofni er fínt að skera niður avocado, rauðlauk og tómata. 

Þegar brauðið er til fer grænmetið ofaná og toppað með sýrðum rjóma og sterkri salsa sósu. Ég setti sýrða rjómann i lítinn brauðpoka og klippti gat á endann til að sprauta honum svona fínt yfir flatbökuna.


Verði ykkur að góðu :) fleiri uppskriftir eftir mig er að finna inn á www.gigjas.com og facebook.com/gigjas

Ummæli