Dúnamjúk hringkaka með rjóma og ferskum berjum
Sælir kæru lesendur
Ég er búin að vera að standa í flutningum því ekki búin að geta bloggað í smá tíma. Loksins er komin upp ofn og þá tilvalið að skella í eina sumarlega köku í sólinni. Þessi kaka er dásamlega góð og sumarleg. Uppskriftin er auðveld og það ættu allir að gera skellt í þessa guðdómlegu rjómaosta hringköku.
Uppskrift fyrir 8-10 manns
Ofninn er hitaður í 160 gráður blástur
Uppskrift:
250 gr Rjómaostur við stofuhita
200 gr Smjör við stofuhita
3 bollar sykur
6 egg við stofuhita
3 bollar hveiti
3 tsk vanilludropar
1 peli rjómi
ber eftir smekk
Aðferð:
Í hrærivélina fer rjómaostur og smjör og þeytt vel saman við sykurinn þar til blandan verður létt og ljós.
Næst fer eitt egg í einu og þeytt vel á milli.
Síðan fer hveitið og í lokinn vanilludropar.
Hringformið er smurt með smjöri og kakan sett inn í ofn í klukkutíma. Eftir klukkustund er fínt að prófa að stinga í kökuna þar sem ofnar eiga til að vera mismunandi. Ef það kemur ekkert á gaffalinn/prjóninn er kakan tilbúin.
Kökunni er hvolfað á disk og flórsykri stráð yfir. Kakan er æðisleg borin fram með rjóma og ferskum berjum.
Kakan er best samdægurs og ef hún er geymd lengur er best að geyma hana í lokuðu íláti inn í ískáp svo hún þorni ekki upp.
Verði ykkur að góðu og gleðilegt sumar
Bloggsíðan mín er www.gigjas.com og ég set það nýjasta inn á facebook síðuna mín www.facebook.com/gigjas
Ummæli
Skrifa ummæli