Grillað kjúklinga burrito með avocado, fetaosti og kóríander

Grillað kjúklinga burrito með avocado, fetaosti og kóríander



Þetta burrito er ekkert smá sumarlegt og það bráðnar uppí manni. Það tekur alls ekki langan tíma að útbúa og öll eldun fer fram í mínútugrillinu. 

Uppskrift fyrir 2 svanga.

Tími: 20-30 mínútur. 

Við borðuðum 2 á mann, uppskriftin gæti dugað fyrir 3 matgranna.

2 kjúklingabringur
2 lítil avocado
Tortilla kökur miðstærð
50-70 gr fetakubbur
rifinn ostur
ferskur kóríander
cayanne pipar
Sýrður rjómi með graslauk

Aðferð:

Kjúklingurinn er kryddaður með cayanne pipar og grillaður á mínutu grillinu þar til hann hefur eldast í gegn, fínt að skera í hann til að athuga. 



Á tortilluna fer sýrður rjómi - avocado, fetakubbur smátt rifinn - niðurskorinn kjúklingur - kóríander eftir smekk og í lokinn aðeins af rifnum ost áður en henni er lokað. Passið að setja aðeins í miðjuna  á tortillunni og ekki of mikið því þá gæti verið erfitt að loka henni. 





Þegar vefjunni er lokað er sitthvor endinn settur saman og henni rúllað upp í gagnstæða átt.

Vefjan er sett í mínútugrillið í 2-3 mínútur og þá er hún tilbúin.



Njótið vel kæru lesendur.


Ef þið viljið fylgjast með blogginu mínu þá er slóðin www.gigjas.com og www.facebook.com/gigjas  

Ummæli