Tortillini með pestó rjómasósu

Ég ætlaði nú ekki að blogga um þennan rétt, en ég setti þessa mynd á snapchat og það voru rosalega margir sem vildu fá uppskrift. Þannig að ein óskýr snapchat mynd verður að duga.Þessi réttur gæti ekki verið auðveldari og bragðast líka svona dásamlega vel.

Uppskrift fyrir 3.

Við vorum 2 og það var smá afgangur

Innihald:
lítill rjómi
200gr rautt pestó
tortillini poki (litlu bláu)
Basil krydd
rifinn ostur
Hvítlauksbrauð

Aðferð:
1.Tortilliniið er soðið eins og segir á pakkningunum
2.Hvítlauksbrauðið sett inn í ofn
3.Í pott fer rjómi, pestó og smá basil krydd og suðan látin koma upp, þá er hitinn lækkaður og lúka af rifnum ost bætt úti og hrært á lágum hita.
4.Þegar pastað er orðið mjúkt í gegn er vatnið sigtað frá ef það er vatn eftir og pastanu blandað saman við sósuna.

Ég átti bara rifinn ost til að strá yfir en auðvitað hefði parmesan osturinn toppað þetta.

Njótið vel :)


Ummæli