Brúðarterta

Ég fékk það skemmtilega verkefni að útbúa brúðartertu fyrir 90 manns og ég ætla að færa ykkur uppskriftina. 

Uppskriftin tiltörlega auðveld, en að gera svona stóra tertu tekur gífurlega mikinn tíma. Uppskriftin sem ég gef ykkur er fyrir 20 manns, ég gerði fimmfalda uppskrift. Auðvitað er hægt að skella í þessa æðislegu tertu þrátt fyrir að vera ekki að baka fyrir brúðkaup, þá auðvitað bara gert minni uppskrift.

Kökuformin voru pöntuð af Amazon og hvíti matarliturinn og silvurlituðu bakkarnir undir kökurnar í allt í köku. Það er mjög þæginlegt að nota þessa einnota bakka undir kökuna til að hægt sé að færa hana til án þess að hafa hana á kökudisknum. 

Blómin á kökuna lét brúðurin útbúa í blómabúðinni þar sem blómaskreytingarnar voru gerðar í stíl við þemað. Rétt fyrir brúðkaupið þá teypaði ég stöngulinn saman svo auðvelt yrði að stinga blómunum ofan í kökuna. Botnar:
200 gr smjör við stofuhita
1 og hálfur bolli sykur
4 egg
1 matskeið vanilludropar
2 og 3/4 hveiti
1 matskeið lyftiduft
hálf teskeið salt
1 bolli mjólk

Aðferð:

1.Ofninn hitaður á blástur á 180 gráður

2. Smjör og sykur þeytt saman í hrærivélinni þar til blandan er létt og ljós, þá er einu eggi í einu bætt útí og hrært

3.  Hveiti, salti og lyftidufti er blandað saman í skál, fínt að sigta það saman. Síðan er hveitiblöndunni, vanilludropunum og mjólkinni bætt út í. Setjið mjólkina og hvetið út í í tvemur pörtum.

4. þegar blandan er orðin mjúk þá er henni skipt á milli smurð form og inn í ofn í 25-30 mínútur, fínt að pota í hana til að ath hvort hún sé tilbúin. Botnarnir eru mjög dökkir að utan svo ekki vera hrædd um að kakan sé að brenna. 

Krem: Þetta krem hef ég gert ófáum sinnum en hún Eva Laufey á uppskriftina af þessari dásemd.

300 gr smjör
500 gr flórsykur
150 gr hvítt súkkulaði
1 tsk vanilludropar
1 tsk salt
2 msk rjómi
smá hvítur matarlitur

Smjörið er þeytt í smá stund, síðan er flórsykrinum og 2 msk af rjóma bætt saman við og hrært vel.
Hvíta súkkulaðið brætt á vægum hita yfir vatnsbaði. Fínt að láta það standa í smá stund áður en það er sett út í ástamt vanilludropunum.
Hrærið næst vel þar til kremið er orðið silkimjúkt og án kekkja. 

Karamellukrem:
1 bolli sykur
6 msk smjör
hálfur bolli rjómi
hálf tsk salt


Sykurinn er bræddur í potti, það þarf að hræra allan tímann svo að sykurinn brenni ekki við. Þegar sykurinn byrjar að sjóða þá er hann strax tekinn af hellunni og smjörinu bætt úti og hært. þegar smjörið hefur blandast saman við þá er rjómanum hellt út í og hrært þar til karamellan er tilbúin. Karamellan er gerð þegar allt annað er tilbúið, botnarnir ornir kaldir og kremið tilbúið.

Kremið fer á kökuna og ég nota skeið til að setja aðeins af karamellunni á milli botnanna. Þegar kremið er komið á kökuna þá er hún kæld inn í ískáp þar til kremið er orðið hart þá er hún tekin út og karmellunni hellt yfir, ég nota skeið til að hella yfir og byrja í miðjunni og fikra mig út í endana, þegar karmellan er komin að endanum þá á hún að leka sjálfkrafa niður. Passið að karamellan sé nógu lin og volg annas mun hún ekki leka niður. Kökuna gerði ég daginn áður og lét hana standa í ískáp yfir nóttu. hver hæð á tertunni voru 4 botnar. Hæðirnar setti ég svo ekki saman fyrr en komið var í veislusalinn og blómin ofan á. 


Ummæli