Rjómalöguð brokkolí og ostasúpa
Þessi súpa er alveg dásamlega góð og matarmikil.
Ég er ólétt núna og er með svakaleg osta og brauð kreivings eins og kannski fleiri. Súpan er ábyggilega ekki sú hitaeininga minnsta en haustið er komið og maður verður að halda á sér hita er það ekki.
Súpuna er auðvelt að útbúa og tekum um 30 mínútur.
Uppskriftin dugir fyrir 3-4 fullorðna ef borin er fram með brauði.
Innihald:
2 msk smjör
hálfur bolli skorinn laukur
1 bolli gulrætur, ég notaði rifjárn fyrir þær
1 meðalstór brokkolíhaus smátt skorin
2 bollar vatn
1 grænmetiskrafur
1 bolli mjólk
1 bolli matreiðslurjómi
2 msk hveiti
1 tsk salt
1 tsk pipar
hnífsoddur cayanne pipar
1 bolli rifinn ostur, ég notaði pizza ostinn frá gott í matinn
Aðferð:
Brokkolí, gulrætur og laukurinn er sett í pott og steikt upp úr smjörinu í 5-10 mínútur. Passa að hafa hitann ekki of háan þvi grænmetið á ekki að brenna.
Þegar grænmetið er orðið mjúkt þá er öllu nema ostinum bætt út í og suðan látin koma upp og hrært í um 10 mínútur.
Þegar súpan hefur þykknað þá er ostinum bætt út í og hrært þar til hann er alveg bráðnaður. Fínt er að smakka súpuna til og ath hvort þið viljið salta meira.
Súpan er svo borin fram með heitu brauði til að fullkomna þetta
Verði ykkur að góðu :)
Getið fylgst með því sem er nýtt hverju sinni hjá mér á facebook síðu minni www.facebook.com/gigjas
Ummæli
Skrifa ummæli